Upphitunarþáttur fyrir Olís-deild karla í handbolta

Upphitunarþáttur fyrir Olís-deild karla í handbolta

Sportþátturinn í samstarfi við handboltasíðuna fimmeinn.is voru með sérstakan upphitunarþátt á mánudagskvöldið þar sem rætt var við þjálfara og leikmenn nokkra félaga. Handboltatímabilið er senn að skella á en í gær fór fram leikur milli Vals og Hauka í Meistarakeppni HSÍ þar sem Haukar höfðu betur með einu marki 24-23.

Í þættinum á mánudagskvöldið voru þeir Þorsteinn Haukur Harðarson og Lúther Gestsson hjá fimmeinn.is gestir og spurðu viðmælendurna út í komandi tímabil. Viðmælendur voru Gunnar Magnússon þjálfari Hauka, Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH, Arnar Pétursson þjálfari ÍBV, Anton Rúnarsson leikmann Vals og Stefán Árnason þjálfari Selfoss.

Viðtölin má hlusta á hér að neðan og með því að smella HÉR:

 

FLEIRI HANDBOLTAVIÐTÖLPÓSTLISTI SUÐURLAND FM