Borgunarbikarleikir ÍBV á laugardalsvelli

Borgunarbikarleikir ÍBV á laugardalsvelli
Featured Video Play Icon

Í kvöld mætast í Borgunarbikar kvenna ÍBV og Breiðablik á Laugardalsvelli kl 19:15. Það má búast við hörkuspennandi leik en eyjastúlkur hafa ekki unnið bikar síðan 2004. Hvernig sem fer verður nýr bikarmeistari kennamegin en stjörnukonur lönduðu þessum titli í fyrra og höfðu betur gegn Selfossi. Á morgun mætast síðan í Borgunarbikar karla ÍBV og Valur. Valsmenn eiga titil að verja en eyjadrengirnir hafa ekki unnið titil síðan 1998. Spennan er mögnuð hjá öllum liðum og fjölmenna eyjamenn á fastalandið þessa helgina.PÓSTLISTI SUÐURLAND FM