Glæsileg íþróttahelgi framundan – Allt það besta úr Sportþættinum

Glæsileg íþróttahelgi framundan - Allt það besta úr Sportþættinum

sportSportþátturinn á Suðurland FM er í loftinu öll mánudagskvöld frá klukkan 20-22:30 undir stjórn Gests frá Hæli. Hér fyrir neðan má heyra öll viðtöl úr seinasta þætti en mikil íþróttahelgi er framundan þar sem keppt er meðal annars í frjálsum, rallý, íþróttir fatlaðra, drifti, golfi, hestaíþróttum, EM í körfu og fleira.

Meðal viðmælenda voru Jón Björn Ólafsson hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ritstjóri karfan.is, Baldur Haraldsson Íslandsmeistari í Rallý, Oddur Hafsteinsson mótsstjóri Íslandsmótsins í hestaíþróttum, Snorri Þór Árnason Íslandsmeistari í torfæru og fleiri viðtöl sem má heyra hér að neðan:

Fimm fulltrúar fara fyrir hönd Íslands á Parolympics í Ríó í haust en þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem Ísland hefur fulltrúa í bogfimi. Mikið er að gerast í íþróttum fatlaðra og hafa mörg met verið slegin á stórmótum og búist er við meti á Meistaramóti Íslands í frjálsum sem haldið er á Akureyri um helgina. Jón Björn Ólafsson starfsmaður Íþróttasamband fatlaðra og ritstjóri karfan.is var á línunni og fór yfir það helsta með Gesti þar sem þeir ræddu meðal annars um aðstæður afreksíþróttafólksins okkar miðað við keppinauta þeirra og hvetur hann til bættra aðstæðna fyrir okkar fólk.

Íslandsmótið í hestaíþróttum er í fullum gangi á Brávöllum, Selfossi en mótið hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Oddur Hafsteinsson mótsstjóri var á línunni í Sportþættinum og sagði okkur frá öllu því helsta auk kynbótasýninga sem hefjast strax á mánudaginn eftir Íslandsmótið. Allir bestu knapar og hestar landsins eru mættir á þetta mót og er búist við jafnri og spennandi keppni um helgina.

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý fer fram í Skagafirði um helgina og er keppnin sú fjölmennasta í ár en hátt í tuttugu áhafnir eru skráðar til leiks og meðal þeirra eru allir helstu Rallýkeppendur landsins. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Baldur Haraldsson, mætir til leiks ásamt unnustu sinni Katrínu Maríu Andrésdóttur en þetta mun vera þeirra fyrsta keppni saman. Baldur var í Sportþættinum og sagði okkur frá því helsta um Skagafjarðarallið sem er mjög skemmtileg fyrir augað.

Íslandsmótið í Golfi er haldið á Jaðarvelli á Akureyri að þessu sinni og hófst í gær þar sem allir helstu kylfingar landsins eru mættir til leiks. Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri Golfsklúbbs Selfoss ræddi við Sportþáttinn um mótið og hvernig aðstæður eru búnar að vera í sumar til Golfs.

FEIRI VIÐTÖL ÚR SPORTÞÆTTINUM MÁ FINNA HÉR AÐ NEÐAN MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á MYNDINA

sportthatturinn.

NÆSTI ÞÁTTUR ER ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 26.JÚLÍ FRÁ KLUKKAN 20 til 22:30PÓSTLISTI SUÐURLAND FM