Skyndihjálparapp Rauða Krossins

Skyndihjálparapp Rauða Krossins
Featured Video Play Icon

Sævar Helgi ræddi við Stefán Pétursson formann Landssambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna í þættinum á Ferð og flugi hér á Suðurland FM á föstudag. Stefán segir að meira álag sé búið að vera vegna ferðalaga undanfarið. Erlendir ferðamenn virðast ekki vera nægilega vel upplýstir um vegakerfið hér á landi, einbreiðar brýr og fleira.

Allt of fáir starfsmenn starfa við sjúkraflutninga hérlendis og vantar fjármagn til að fjölga starfsmönnum.

Stefán fór yfir það hvernig við eigum að bera okkur að ef við komum að slysi og benti á Skyndihjálparappið sem hægt er að sækja sér frá Rauða Krossinum en þar er að finna kennslu í skyndihjálp, svar við ýmsum spurningum og kennslumyndbönd.

Einnig vildi Stefán koma þeim áríðandi skilaboðum til hlustenda að mikilvægt er að snarhemla ekki þegar sjúkrabíll þarf að komast framhjá heldur gefa stefnuljós og láta sjúkrabílinn vita þannig að vitneskja sé um hann og gefa honum svigrúm til að komast framhjá.Tengdar greinar

PÓSTLISTI SUÐURLAND FM