Allt það besta frá Heimi Hallgrímssyni „Eina sem vantar er öl“

Allt það besta frá Heimi Hallgrímssyni "Eina sem vantar er öl"
Featured Video Play Icon

heimirLandsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í Sportþættinum með Gesti frá Hæli í gærkvöld þar sem hann ræddi um ævintýrin sín og strákana okkar í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Þeir komust alla leið í 8-liða úrslit og er Heimir orðinn einn af okkar dáðustu mönnum landsins enda með einstaklega fallegt tannlæknabros.

Heimir var staddur á leik Portúgals og Frakklands á úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í fyrradag og mætti svo beint á tvo leiki í Pepsi-deild karla í gærkvöld (enginn gæðamunur þar á milli).

Hægt er að hlusta á viðtalið við Heimi hér að neðan:

Sportþátturinn á Suðurlnd FM fer víða en í þætti gærkvöldsins en meðal viðmælanda voru afreksfólk úr frjálsum íþróttum, körfuknattleik, torfæru, hestamennsku, knattspyrnu, handbolta, rallý og drifti. Bæði eldri og ný viðtöl úr Sportþættinum finna með því að smella á myndina hér að neðan:

sport

 

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM