Ásdís Hjálmsdóttir „Er enginn milljónamæringur“

Ásdís Hjálmsdóttir "Er enginn milljónamæringur"

asdishjalmsFimm keppendur kepptu á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam, Hollandi í frjálsum íþróttum nú um helgina og má segja að við Íslendingar megum vera heldur betur stolt af okkar fulltrúm þeim Anítu Hinriksdóttur, Guðna Val Guðnason, Hafdísi Sigurðardóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur

Guðni Valur var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í kringlukasti og kastaði 61,20 metra og lenti í 11.sæti í sínum riðli en þetta er besti árangur sem nokkur kringlukastari frá Íslandi hefur náð. Arna Ýr Guðmundsdóttir var einnig að keppa á sínu fyrsta stórmót fullorðina þar sem hún og komst í undanúrslit og endaði í 18.sæti á tímanum 57,24 sekúndum.

Hafdís Sigurðardóttir setti glæsilegt Íslandsmet í langstökki er hún stökk 6,62 metra en gamla metið átti hún sjálf sem var 6,56 metra en hún er nú aðeins 8cm frá Olympíulágmarki.

Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir enduðu báðar í 8.sæti í sínum greinum en Aníta hljóp á tímanum 2:02,55 mín í 800 metra hlaupi og Ásdís Hjálmsdóttir kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun sem skilaði henni 8.sætið en hún var fyrir mótið með átjánda besta kastið.

Ásdís var í viðtali í Sportþættinum á Suðurland FM í gærkvöld þar sem Gestur frá Hæli spurði hana út í afrekin og hversu erfitt er að verða afreksíþróttamaður á Heimsvísu frá Íslandi en mikill munur er á aðstoð og fjármagni aðra keppenda frá örðum löndum.

Viðtalið við Ásdísi má heyra hér að neðan:

Sportþátturinn á Suðurland FM fer víða en í þætti gærkvöldsins voru meðal viðmælanda úr frjálsum íþróttum, körfuknattleik, torfæru, hestamennsku, knattspyrnu, handbolta, rallý og drifti. Bæði eldri og ný viðtöl úr Sportþættinum finna með því að smella á myndina hér að neðan:

sport

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM