„Ólögleg sulta, legubekkur og súkkulaðitrufflur hjá Fakó,,

"Ólögleg sulta, legubekkur og súkkulaðitrufflur hjá Fakó,,

Í september árið 2013 var opnuð Verslunin FAKÓ á Laugavegi. En hún er í eigu Esjufells ehf sem Jóhannes Ómar Sigurðsson og dóttir hans Herdís Telma Jóhannesdóttir stofnuðu árið 2010. Esjufell er heildverslun sem flytur inn sælkeravörur frá Nicolas Vahé, húsgögn og gjafavörur frá House doctor , hátalara frá Kreafunk  og  heimilis og snyrtivörur frá Meraki.

Um miðjan maí 2016 var svo opnuð ný verslun, FAKÓ HÚSGÖGN í Ármúla 7,  Reykjavík í mun stærra húsnæði og þar fást húsgögn, teppi og ljós frá House doctor samt öðrum dýrindis vörum að njóta sín i betra sýningarými.

Ég skaust inn í nýju búðina á föstudaginn s.l og bara rétt svona að kíkja, þið vitið…. og jeminn. Ég vara ykkur við….ég hefði getað eytt allavega hálfum deginum  ef ekki öllum þarna inni í að skoða og spögulera.

 Svo eru þau feðgin og starfsfólkið þeirra líka svo dásamleg!

Á meðan ég trítlaði um og dáðist að öllum gersemunum fékk ég kaffi og súkkulaðitrufflur frá Nicolas Vahé…mmmm, og auðvitað labbaði ég út með SEX eldhússtóla, Meraki heimilisvörur, Nicolas Vahé passion&coconut sultuna sem er örugglega eitthvað „ólöglegt“ í því hún er svo sjúklega góð að þú hættir ekkert fyrr en krukkan er tóm. Hana nota ég út í ab mjólkina á morgnana, í deserta, á ostakökur og svo að sjálfsögðu með góðum ostum.

for2

House doctor eldhússtólarnir mínir, en þeir koma í þremur fallegum litum, með eða án arma. Ég fékk mér fjóra svarta og tvo græna….fallegir.

sulta

Nicolas Vahé passion&coconut sultan….

mynd4

MERAKI uppþvottalögurinn, sem þig langar að drekka …

bordi

 

Þennan legubekk dreymir mig um að eignast…ætla að byrja safna fyrir honum. Lampinn fer inn í svefnherbergi.

Til hamingju með nýju búðina, ég kem pottþétt aftur og aftur og aftur……..:)PÓSTLISTI SUÐURLAND FM