Sindratorfæran á Hellu – Alexander „All-in“

Sindratorfæran fór fram á Hellu í byrjun maí þar sem 2500 áhorfendur mættu til að fylgjast með tilþrifum 26 keppenda. Alexander Már Steinarsson keppti á bílnum „All-in“ og sýndi mögnuð tilþrif og fékk þar af leiðandi bikar fyrir bestu tilþrifin í keppninni.

Snorri Þór Árnason á Kórdrengnum sigraði í sérútbúnu bílum en einungis skildu 29 stig að honum og Ólafi Braga Jónssyni á Refnum. Ívar Guðmundsson á Kölska sigraði í götubílaflokknum.

Alexander var í viðtali í Sportþættinum þar sem hann fór yfir allt það helsta frá mótinu og hvað þarf mikinn kjark til að vera í þessu sporti.

Viðtalið við hann má heyra hér að neðan og einnig má sjá nokkur tilþrif frá honum í leiðinni:PÓSTLISTI SUÐURLAND FM