Lið Víkings A Íslandsmeistarar í 1.deild

Íslandsmótið í borðtennis hefur sjaldan verið jafn spennandi líkt og tímabilið sem var að ljúka. Lið Víkings A urðu Íslandsmeistarar í 1.deild eftir að hafa sigrað í oddaleik gegn Víking D í úrslitum og KR-B í undanúrslitum.
Daði Freyr Guðmundsson liðsmaður Víkings A var í Sportþættinum á dögunum þar sem farið var yfir tímabilið sem var að ljúka. Deildin hefur aldrei verið jafn jöfn líkt og þessari leiktíð.
Borðtennis er ein af topp tíu vinsælustu íþróttum í heimi og þarf mikið til að verða afreksmaður í íþróttinni.

Ef maður ætli að verða með þeim bestu þarf maður að flýja land sextán ára til að lifa á þessu en eiga sér þá í leiðinni ekkert líf

Daði fer yfir feril sinn í borðtennis og árin á undan. Mikil fjölgun hefur verið á liðum og iðkendum í borðtennis hér á landi og ber því að fagna. Nánara viðtal við Daða má heyra hér að neðanPÓSTLISTI SUÐURLAND FM