Kærustupar í Keltneskum fangbrögðum

Íslenska glímufólkið stóðu sig vel á Evrópumeistaramótinu í Keltneskum fangbrögðum á dögunum sem haldið var í Bretz, Frakklandi. Kærustuparið Ásmundur Hálfdán Ásmundsson glímukóngur og Marín Laufey Davíðsdóttir glímudrottning urðu bæði Evrópumeistarar í backhold.

Ásmundur segir frá sinni reynslu í glímunni í Sportþættinum en einnig er hægt að heyra viðtal við Marín Laufey eftir Íslandsmótið í glímu hér að neðan en hún leikur einnig með Keflavik í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik.

 PÓSTLISTI SUÐURLAND FM