Heimagerðir íspinnar fyrir krakkana , litríkir og bragðgóðir.

Nú þegar sólin er farin að skína og úti að hlýna þá er tilvalið að smella í íspinna fyrir börnin. Þessir eru kannski ekki þeir hollustu, en litríkir eru þeir og bragðgóðir. Svo má að sjálfsögðu nota önnur hollari innihaldsefni.
Í þessa er notað vanillu ís, kökumix, vanilla extract þykkni, mjólk og kökuskraut.
Uppskriftin gerir 6-7 íspinna.
Innihaldsefni:
- 3 bollar af vanilluís
- 3/4 bolli kökumix (vanillu)
- 2 tsk vanillu extract þykkni ( má nota agave sýróp og bæta þá við vanilludufti)
- 1 bolli mjólk
- 1/2 bolli kökuskraut að eigin vali.
Aðferð:
Setjið ísinn, kökumixið, vanilluþykknið og mjólk í blandara eða matvinnsluvél. Blandið saman á meðalhraða, eða þar til blandan er orðin slétt. Hellið blöndunni í skál ásamt kökuskrautinu. Setjið blönduna í íspinnamót með skeið. Einnig má setja smá kökuskraut í botninn á mótinu eða eftir að hann er tilbúinn. Setjið í frysti í um 4 klst. Athugið, til að ná ísnum úr forminu er gott að setja hann undir heitt vatn í nokkrar sekúntur eða taka hann út nokkrum mínútum áður en hann er borðaður svo hann losni frá forminu.
Verði ykkur að góðu 🙂
Tengdar greinar


Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema í dag í Hörpu
04. febrúar, 2017

Gómsæt döðlukaka með engum viðbættum sykri eða hveiti
17. janúar, 2017

Heimalagað rauðkál fyrir jólin
02. desember, 2016